Viðurkenningar
og heiðrun
Frá því hátíðin hófst árið 2013 hefur Hólmari verið heiðraður fyrir framlag til menningar- og framfaramála. Árið 2014 var í fyrsta skipti efnt til smásagnasamkeppni. Frá árinu 2018 hefur verið efnt til smásagna- og ljóðasamkeppni til skiptis.
Vinningshafar í smásagnasamkeppni 2024
Mikil þátttaka var í smásagnaskeppni í ár og bárust alls 62 sögur. Í dómnefnd voru Anton Helgi Jónsson, Jón Yngvi Jóhansson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.
Vinningshafar smásagnasamkeppni 2024 eru:
-
Umsögn dómnefndar: Hvalreki er saga sem ef til vill mætti flokka með furðusögum enda er þar lýst atburðum sem að öllu jöfnu eru ekki taldir geta átt sér stað í raunveruleikanum. Í raun fjallar sagan þó um kunnugleg fyrirbæri úr hversdagslífinu; einsemd og þrá eftir nánd og samskiptum.
-
Umsögn dómnefndar: Eins og titillinn gefur í skyn er sagan samin viðdjassaðan undirleik Ninu Simone. Hún lýsir lífi tvíburasystranna Nínu og Símónu á ljúfsáran hátt, sterkum tengslum þeirra á milli frá því í æsku og sameiginlegum minningum af uppvexti með móður sem er alltaf í bakgrunninum. Höfundurinn vinnur á fínlegan hátt meðsameiginlegar minningar systranna sem taka á sig táknræna merkingu í sögunni og einfaldar athafnir fá á sig blæ helgiathafna þegar þær eru rifjaðar upp. Endir sögunnar er vel undirbyggður og setur söguna alla í nýtt samhengi. Höfundur hefur góð tök á smásagnaforminu og tengingin við tónlist og texta Ninu Simone bætir óvæntum víddum í söguna.
-
Umsögn dómnefndar: Í sögunni Vinningurinn eftir Önnu Ingólfsdóttur býður höfundur okkur inn í heim kunnuglegrar aðalpersónu sem reynir að finna jafnvægið milli æðruleysis og kappsins eftir því sem hún raunverulega þráir. Inn í hversdagslega og meinfyndna lýsingu á biðinni eftir lottóvinningi opnar höfundur örlítinn glugga inn í heim fantasíu þarsem hið kunnuglega verður fáránlegt, og raunveruleiki neyslu heimsins absúrd.
2025 Ólafur K. Ólafsson og Lára Gunnarsdóttir
Ólafur: fyrir varðveislu bóka og menningarstarfa fyrir Júlíönu hátíð
Lára: fyrir listsköpun og menningarstörf
2024 Narfeyrarstofa: Sæþór Helgi Þorbergsson, Steinunn Helgadóttir
- fyrir frumkvöðlastarf ásamt framlagi til matarmenningar í Stykkishólmi með áherslu á mat úr nærumhverfi Breiðafjarðar og Stykkishólms
Sjávarpakkhúsið: Sara Hjörleifsdóttir og Gunnar Björn Haraldsson
- fyrir frumkvöðlastarf ásamt framlagi til matarmenningar í Stykkishólmi með áherslu á mat úr nærumhverfi Breiðafjarðar og eigin ræktun
2023 Sturla Böðvarsson
- fyrir framlag til minjaverndar, skipulags og samgöngumála í Stykkishólmi
2022 Hólmfríður Friðjónsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir
Hólmfríður: Fyrir framlag til tónlistar og kórastarfs
Jóhanna: Fyrir framlag til tónlistar og félagsmála
2020 Sigríður Erla Guðmundsdóttir
- Fyrir framlag til menningarmála og nýtingu íslenska leirsins í list hennar og verkum.
2019 Ingibjörg Helga Ágústsdóttir
- Með þakklæti fyrir varðveislu sagnaarfsins í list hennar og verkum
2018 Einar Steinþórsson
- Fyrir framlag til ljóða og textagerðar
2017 Haraldur Sigurðsson
- Með þakklæti fyrir framlag til vísinda og lista
2016 Bjarki Hjörleifsson
- Fyrir framlag til leiklistar í Stykkishólmi
2015 Rakel Olsen
- Með þakklæti fyrir framlag til verndunar húsa í Stykkishólmi
2014 Heiðruð minning Guðmundar Páls Ólafssonar
- Tileinkuð minningu og lífsstarfi Guðmundar Páls Ólafssonar Hólmara en fyrst og fremst Íslendings
2013 Ingveldur Sigurðardóttir
- Fyrir framlag til mennta og menningarmála í Stykkishólmi
Ljóða- og smásagnasamkeppni
2014 er fyrsta samkeppnin haldin og bárust alls tíu sögur og ljóð. Samkeppnin var aðeins ætluð íbúum á svæðinu.
2018 fer af stað ritsamkeppni á landsvísu sem haldin hefur verið árlega til skiptis ýmist ljóða- eða smásagnasamkeppni.
2014 Ritsamkeppni
Verðlaun hlaut Ingi Hans Jónsson
Verðlaun hlaut Þormóður Símonarson
Verðlaun hlaut Sigríður Gísladóttir
2018 Ljóðasamkeppni
1. Verðlaun hlaut Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Fyrir ljóðið Kjötmamma
2. Verðlaun hlaut Jónína Óskarsdóttir Fyrir ljóðið Fínar konur 1896-2018
3. Verðlaun hlaut einnig Þorvaldur Sigurbjörn Helgason fyrir ljóðið Vin
2019 Smásagnasamkeppni
Verðlaun hlaut Ásdís Ingólfsdóttir fyrir smásöguna Hnífjafnt
Verðlaun hlaut Brynjólfur Þorsteinsson fyrir smásöguna Imugust
Verðlaun hlaut Hlín Leifsdóttir fyrir smásöguna Bláa Kannan
2020 Smásagnasamkeppni
Verðlaun hlaut Örvar Smárason fyrir smásöguna Sprettur
Verðlaun hlaut Laufey Haraldsdóttir fyrir smásöguna Að sjá hjört í draumi
Verðlaun hlaut Einar Lövdahl fyrir smásöguna Aska
2022 Smásagnasamkeppni
Verðlaun hlaut Unnur Guttormsdóttir fyrir smásöguna Friðardúfa
Verðlaun hlaut Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir fyrir smásöguna Frí
Verðlaun hlaut Ægir Þór Janke fyrir smásöguna Eitthvað annað
2023 Ljóðasamkeppni
Verðlaun hlaut Draumey Aradóttir fyrir ljóðið Þannig hverfist ég mamma mín
Verðlaun hlaut Svava O’Brien fyrir ljóðið Náttfiðrildi
Verðlaun hlaut Eydís Blöndal fyrir ljóðið Lófar
2025 Ljóðasamkeppni
Verðlaun hlaut Þorvaldur Sigurbjörn Helgason fyrir ljóðið Úrið hans Magnúsar
Verðlaun hlaut Birgitta Björg Guðmarsdóttir fyrir ljóðið Kyrralíf
Verðlaun hlaut Pétur Magnússon fyrir ljóðið Vitavörður

